We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

B1 Ragnar​ö​k

from Drifting Towards the End by K. Fenrir

/

lyrics

1. Örlög Þórs:


Víg sé til varnaðar og heimskvelju

Hamar steyptur úr hnefa Áss

Hnýttur ormur úr læðing leystur

Laust með eitri og í dánarteygjum

Dró þrælsreginn harmi sleginn til dauða



2. Týr verst Garmi:


Flaug forað, Heljar hundur

Hraut feigur, saup hveljur

Hvein stál sem vindur vargur

Vígs styrkur gafst mönnum

Er glötun Goða gat hrönnum



3. Óðinn fellur:


Óx um hrygg fjötur úr tómi niðja

Nákveðin, kvaddur græddur gróttu

Grár á gandi geystur gneistar Sleipnir

Gleipnir firrtur fjötrum Fenriss fár

Til fjandskaps riðinn feigur alfaðir fallinn



4. Loki og Heimdallur mætast:


Nígotinn og náhvítur Áss gleiður

Grasbítur, glaumgjarn Gjallarhornsþræll

Þráleitur hamfari, lævís Laufeyjarson

Latur, lyginn, lúmskur og leiður

Látum stál mæta brandi og sverja til dauða undir lok eiða



5. Dauði Baldurs:


Heill mun ríkja Friggjarson í fránar víti

Vígborinn Áss hernuminn til vallar

Vopnum steyptur og borinn vonum

Bannfærður skal eigi til afturkvæmta

Uns Áss hinn hvíti muni hefna og Heljarnaut til lífs nema



6. Surtur sækir að Frey:


Ger svo sem kvistur á eldi og verr að ösku hvikandi 

Hvöss var eggin til þíns bana er til brullaups brákar brast

Brenn þú og líð sem vindur fyrir vonum Ása

Uns veröld öll hverfur og askur stynur undan logum Múspells

Munu leiðir allar til endis liggja og öngvum fyrirkomið að syrgja



7. Askur Yggdrasils:


Grætur heimur og skelfur hver kvistur asks til reiðar

Rætur þrjár til hvers heims dregnar og drepi sóttar

Sætur hver þeim lögum er lagði til dránar

Dætur dóms til heljar dregnar látnar

Lætur lífs gneista í laufahvammi liggja



8. Ragnarök:


Skuld var og gerðist Urðar sök að fullu varðar

Fránar ótti var og gjörr að engu svörnu

Elli blíða í bana faldi gjörnu

Fól til einskis tap í tómi Ginnunga

Taldi að öllu fé meðal trölla, ása og manna

Orðið var að engu gjörðu sönnu



Urðar ótti vex í faðmi Skuldar

Fár skellur og nýtur synjar tíðra tíma

Takast ár og siður til sinna hverra valda

Hvorugt ber bætur gjörða illra vætta

Iðavellir dynja undan hófum trölla

Hof og hallir hrynja til miska manna



Bræður munu berjast og börnum farga

Blóði spilla og í sóttum blóta

Sættir brjóta og í hrönnum falla

Hræ á hræ ofan er himnavættir roða gleypast

Ríður strengjum vær Verðandi og gnótt heggur

Goð og menn kvaddir til dóms og gjalda



9. Heljarreisn:


Slíður skríður riðinn hvammi, Hrymur geysir Gjallarfari

Fár og vindar skipta sköpum, heljarneyti vísar vonum

Vindbarðir og visnir kappar, væringjar á síðstu dögum

Særðir gjörðir til að gjalda, gráfeldir gegn Óðins sonum

Ógn og skelfing undir beygja, lifandi sem dauðir deyja

Dæmdir herja á hinstu tímum, hilmir ríkir sögðum sökum

Sóttdauðir og Ýmiss synir, sækja fram á Ragnarökum

Ráðast að er síðla rekur, Bifröst fellur, heiminn skekur

Skíðlogandi Múspells ríki, Náströnd heimtir þá er tekur

credits

from Drifting Towards the End, released February 22, 2016
Lyrics and vocals by Nekron

license

all rights reserved

tags

about

FALK Reykjavik, Iceland

FALK - Fuck Art Let's Kill is the name of our combined interest in what we think is important in some vague way. We make something and release it to fend for it self. To kill or be killed. Such is the way of the FALK.

contact / help

Contact FALK

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like FALK, you may also like: